HÁSI KISI – LJÓÐAKVÖLD 19. nóv.
Föstudaginn 19. nóvember kl.21:00 halda HÁSI KISI OG FÉLAGAR ljóðakvöld í Populus Tremula.
Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008. Meðlimir Hása Kisa eru hver öðrum allt í senn aðdáendur, aðstoðarmenn og harðir og miskunnarlausir gagnrýnendur. Hópurinn hefur staðið fyrir viðburðum og vinnur að útgáfumálum en er fyrst og fremst sjálfshjálparhópur taugaveiklaðra ljóðskálda sem með góðu eða illu ætla sér að láta fólk hlusta á ljóðin sín.
Hási Kisi eru:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Hrafnkell Lárusson
Ingunn Snædal
Stefán Bogi Sveinsson
Vinir Hása Kisa eru:
Kristján Ketill Stefánsson
Urður Snædal
Sérstakur gestur:
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir
<< Home