15. nóv. 2010

HÁSI KISI – LJÓÐAKVÖLD 19. nóv.


Föstudaginn 19. nóvember kl.21:00 halda HÁSI KISI OG FÉLAGAR ljóðakvöld í Pop­ulus Tremula.

Hási Kisi er ljóðaklúbbur sem starfað hefur á Fljótsdalshéraði frá árinu 2008. Meðlimir Hása Kisa eru hver öðrum allt í senn aðdáendur, aðstoðarmenn og harðir og misk­unnar­lausir gagnrýnendur. Hópurinn hefur staðið fyrir viðburðum og vinnur að útgáfumálum en er fyrst og fremst sjálfshjálparhópur taugaveiklaðra ljóðskálda sem með góðu eða illu ætla sér að láta fólk hlusta á ljóðin sín.

Hási Kisi eru:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Hrafnkell Lárusson
Ingunn Snædal
Stefán Bogi Sveinsson
 
Vinir Hása Kisa eru:
Kristján Ketill Stefánsson
Urður Snædal
 
Sérstakur gestur:
Gréta Kristín Ómarsdóttir

Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir