4. okt. 2010

KRISTINN R. GUNNARSSON, tónleikar | 9. okt.


KRISTINN RÚNAR GUNNARSSON
heldur trúbadortónleika í Populus tremula.

Laugardaginn 9. október kl. 21:00 heldur Kristinn R. Gunnarsson trúbadortónleika í Populus tremula. Mun hann flytja frumsamið efni, ásamt vinum, í tilefni af nýorðnu þrítugsafmæli sínu.
Tryggvi Heiðar Gígjuson, bróðir Kristins, mun einnig leika frumsamda tónlist.

Húsið verður opnað kl. 20:30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir.