13. sep. 2010

KRISTJÁN PÉTUR SÝNIR Í HAFNARFIRÐI


RAUÐAÞÖGN Á FERÐ OG FLUGI

Laugardaginn 18.september kl. 14:00-17:00 opnar Populus Tremulamaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á ljósmyndum í Gullsmíðastofu Fríðu, Strandgötu 43 í Hafnarfirði.

Sýningin ber yfirskriftina RAUÐAÞÖGN Á FERÐ OG FLUGI og er önnur sýningin um ferðalög skúlptúrsins Rauðuþagnar um landið elds og ísa.

Sýningin verður síðan opin á opnunartíma gullsmíðastofunnar fram um miðjan október.