30. ágú. 2010

JARED BETTS | 4.-5. SEPTEMBER







Laugardaginn 4. september kl. 14:00 opnar kanadíski myndlistarmaðurinn Jared Betts ­sýningu í Populus tremula.

Jared, sem er frá New Brunswick, hefur dvalið á Skagaströnd síðustu mán­uði og unnið þar að list sinni. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu árum.

Sýningin verður einnig opin sunnudagininn 5. september kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.