18. okt. 2010

SONJA LOTTA | 23. og 24. októberSONJA LOTTA
the complexity of letting go
MYNDLIST
23. og 24. otkóber 2010

Laugardaginn 23. október kl. 14:00 opnar svissneska listakonan Sonja Lotta sýninguna the complexity of letting go í Populus tremula.

Sonja Lotta, sem býr og starfar í Zurich, er listmenntuð í Bandaríkjunum og Skotlandi. Í list sinni skráir hún hversdagsleika daglegs lífs út frá óvæntum og jafnvel ærslafullum sjónarhornum. Öll verkin á sýningunni eru ný og byggja á upplifun listakonunnar af dvöl sinni á Íslandi.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 24. október kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.