22. nóv. 2010

RÓSA SIGRÚN SÝNIR | 27.-28. nóv.Laugardaginn 27. nóvember kl. 14:00 opnar Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Rósa vinnur í ýmsa miðla en textíllinn er henni nærtækur og svo er einnig að þessu sinni.

Hvað vitum við í rauninni um fólk? Við drögum ýmsar ályktanir, meðal annars af samhenginu, en ef við raunverulega horfum á manneskjuna þá kemur efinn . . . er þessi kona sofandi eða er hún kannski dáin?

Rósa Sigrún hefur dvalið í Gestastofu Gilfélagsins nú í nóvember.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28. nóvember. kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.