RÓSA SIGRÚN SÝNIR | 27.-28. nóv.






Laugardaginn 27. nóvember kl. 14:00 opnar Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Rósa vinnur í ýmsa miðla en textíllinn er henni nærtækur og svo er einnig að þessu sinni.
Hvað vitum við í rauninni um fólk? Við drögum ýmsar ályktanir, meðal annars af samhenginu, en ef við raunverulega horfum á manneskjuna þá kemur efinn . . . er þessi kona sofandi eða er hún kannski dáin?
Rósa Sigrún hefur dvalið í Gestastofu Gilfélagsins nú í nóvember.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28. nóvember. kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home