17. jan. 2011

ANDREA WEBER | 22.-23. jan.Laugardaginn 22. janúar kl. 14:00 opnar Andrea Weber myndlistarsýn­inguna Cinderella through the Air í Populus Tremula.

Andrea býr og starfar í Berlín og París. Í innsetning­um sínum túlkar hún umhverfi sitt, innblásin af náttúrunni, stórborgum, poppmenningu og tísku.

Sama dag kl. 15:00 opnar Andrea aðra sýningu í Galleri+ við Brekkugötu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. janúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.