7. feb. 2011

HALLGRÍMUR INGÓLFSSON | 19.-20. feb.Laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna málverkasýningu í Populus tremula.

Á sýningunni verða ný og nýleg akrílmálverk af ýmsum toga. Hallgrím er óþarft að kynna fyrir Eyfirðingum, en á síðustu árum hefur hann sinnt málverkinu af auknum krafti og haldið nokkrar einkasýningar, auk þátttöku í samsýningum.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. febrúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.