HALLGRÍMUR INGÓLFSSON | 19.-20. feb.






Laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna málverkasýningu í Populus tremula.
Á sýningunni verða ný og nýleg akrílmálverk af ýmsum toga. Hallgrím er óþarft að kynna fyrir Eyfirðingum, en á síðustu árum hefur hann sinnt málverkinu af auknum krafti og haldið nokkrar einkasýningar, auk þátttöku í samsýningum.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. febrúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
<< Home