26. apr. 2011

JUDE GRIEBEL 30.4.-1.5.Laugardaginn 30. apríl kl. 14:00 opnar kanadíski listamaðurinn Jude Griebel sýninguna After­works í Populus tremula.

Í verkum Griebels á sér stað samræða um sjálfsmynd mannsins í teikningum sem í senn eru ímyndanir og byggðar á lífshlaupi listamannsins og sýna manninn í táknrænum og yfirnáttúrlegum aðstæðum. Griebel (f. 1978) hefur sýnt verk sín víða um heim.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. maí kl. 14-17. Aðeins þessi eina helgi.