9. maí 2011

HARALDUR INGI sýnir 14.-15. maíCOD HEAD 7
HARALDUR INGI HARALDSSON
14.-15. maí

Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 opnar Haraldur Ingi Haraldsson sýninguna COD HEAD 7 í Populus tremula.

Haraldur Ingi er myndlistarmaður og sagnfræðingur. Hann hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis og gefið út bækur og tímarit með myndlist, ljóðlist og sögum. Haraldur Ingi var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 15. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.