22. des. 2008

ÁRAMÓTAUPPGJÖR | 30. des.










SMELLIIÐ Á MYNDINA TIL AÐ LESA AUGLÝSINGUNA!

Fimmta áramótauppgjör Populus Tremula var haldið í höfuðstöðvunum 30.12.2008.
Í þetta skiptið kom húsbandið út í stórum plús. Ekki nóg með að þessir venjulegu sótraftar hafi flotið fínt. Við bættust t.d. Halli Davíðs og Mogadon, Arna og Ólöf Valsdætur, Ingimar og Vala og fleiri góðir plúsar.
Þetta var dúndur.

JÓLAKVEÐJA


Populus tremula færir menningarvitum til sjávar og sveita hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Jafnframt þökkum við öllum þeim sem sýnt hafa starfsemi félagsins velvilja; með menningarframlagi og þátttöku í viðburðum, með því að sækja viðburði í Populus tremula eða með því að styrkja félagið með einum eða öðrum hætti. Án ykkar væri Populus tremula ekki svipur hjá sjón.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ!

Aðalsteinn Svanur, Arnar, Atli, Bárður, Guðmundur Egill, Hjálmar Stefán, Konni, Kristján Pétur og Sigurður Heiðar

8. des. 2008

HALLGRÍMUR INGÓLFSSON | 13. DES.







MYNDLISTARSÝNING
HALLGRÍMUR INGÓLFSSON
13. - 14. DESEMBER

Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Þetta er fimmta einkasýning Hallgríms. Verkin á sýningunni eru ný af nálinni, máluð með akríllitum og tengjast öll Vestfjörðum.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 14. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Minnum á JÓLABÚÐ BEATE OG HELGA sem verður opin um helgina kl. 13:00-18:00.

1. des. 2008

ÞRIGGJA VIÐBURÐA HELGI | 5.-7. DES.


Mikið verður umleikis í Populus tremula helgina 5.-7. desember.

Bókmenntakvöld og bókarútgáfa Grétu Kristínar Ómarsdóttur á föstudagskvöld, myndlistarsýning Emmu Agnetu Björgvinsdóttur á laugardag og sunnudag og sömu daga verður opin jólabúð þeirra Betae og Helga í Kristnesi.

Sjá nánar í auglýsingunum hér að neðan.

ÉG TRÚI Á TRÉ | 6. DES.






ÉG TRÚI Á TRÉ
Emma Agneta Björgvinsdóttir
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 6. desember kl. 14:00 mun Emma Agneta Björgvinsdóttir opna myndlistar­sýningu í Populus Tremula.

Sýningin ber yfirskriftina ÉG TRÚI Á TRÉ og er lokaverkefni Emmu af myndlistarkjörsviði Listnámsbrautar VMA. Emma sýnir stórar trésristur í expressioniskum stíl.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 7. desember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

GRÉTA KRISTÍN, FÓSTURVÍSUR | 5. DES.






FÓSTURVÍSUR
Gréta Kristín Ómarsdóttir
BÓKMENNTAKVÖLD OG BÓKARÚTGÁFA

Föstudaginn 5. desember kl. 20:30 verður haldið bókmenntakvöld í Populus tremula.

Þar mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr bók sinni, FÓSTURVÍSUR, sem kemur út á vegum Populus tremula við þetta tækifæri.

FÓSTURVÍSUR er fyrsta ljóðabók Grétu – gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og fæst á staðnum gegn vægu gjaldi eins og aðrar bækur og hljómplata útgáfunnar.

Húsið verður opnað kl. 20:00. – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir