25. mar. 2008

SIGFÚS DAÐASON | 29.3.




BÓKMENNTAKVÖLD 29.3.
SIGFÚS DAÐASON
Umsjón: Jón Laxdal Halldórsson

Laugardaginn 29. mars kl. 21:00 verður flutt bókmenntadagskrá í Populus Tremula. Dagskráin er helguð ljóðskáldinu góða Sigfúsi Daðasyni og er í umsjón skáldsins og listamannsins Jóns Laxdal.

Jón mun segja frá skáldinu, kynnum sínum af því og áhrifum, auk þess sem flutt verða ljóð eftir Sigfús.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.

17. mar. 2008

PÁSKAR Í POPULUS 2008




Um páskahelgina verða kandískir gestir í öndvegi í Populus með margháttaða starfsemi.

>>>MYNDLIST – ROBERT MALINOWSKI/PAUL FORTIN
Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadísku listamennirnir Robert Malinowski og Paul Fortin myndlistarsýninguna A Small Plot of Land í Populus tremula. Þetta er annað árið í röð sem Paul og Robert heiðra okkur með nærveru sinni og vöktu verðskuldaða athygli í fyrra. Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.

>>>BÓKVERK - ROBERT MALINOWSKI/PAUL FORTIN
Um leið kemur út bókverkið Somwhere Near Here eftir þá félaga, gefið út af Populus tremula, að vanda í takmörkuðu upplagi.

>>>MYNDLIST – ERIN GLOVER Í BOXINU
Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadíska listakonan Erin Glover innsetninguna A Forest for Iceland í Gallery BOX. Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.

>>>TÓNLIST O.FL. – PAUL FORTIN
Föstudaginn 21. mars (föstudaginn langa) kl. 21:00 verður tónlistaruppákoma á vegum Pauls Fort­in í Populus tremula. Flutt verður rafræn tónlist ásamt hljóð- og myndbandasýningu fram eftir kvöldi. Allt getur gerst. Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.

9. mar. 2008

ARNAR TRYGGVASON | 15. mars





ARNAR TRYGGVASON
myndlistarsýning
15.-16. mars

Laugardaginn 15. mars kl. 14:00 opnar Arnar Tryggvason myndlistarsýningu í Populus tremula.

Þetta er önnur einkasýning Arnars sem útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1995.

Verkin á sýningunni eru tölvuunnar ljósmyndir, bleksprautuprentaðar á striga.

Myndverk Arnars hafa vakið verðskuldaða athygli enda sýnir hann ljósmyndir af húsum, götum og landslagi sem er ekki til – ljósmyndir af hugarheimi.
Hvert verk er samsett úr aragrúa ljósmynda sem Arnar bútar niður og raðar saman upp á nýtt – byggir ný hús og mótar nýtt landslag. Og þrátt fyrir að myndefnið hafi yfir sér framandlegan blæ er áhorfandinn þess jafnframt fullviss að hann þekki myndefnið, hafi gengið þarna um, komið í þessi hús.

Velkomin í ferðalag um framandi heimaslóðir.

3. mar. 2008

SÁ SEM KEMUR AFTUR... | 7. mars




SÁ SEM KEMUR AFTUR ER ALDREI SÁ SAMI OG FÓR
Stefán Hörður Grímsson
BÓKMENNTAKVÖLD
Umsjón: Kristján Pétur Sigurðsson


Föstudaginn 7. mars kl. 21:00 verður flutt bókmenntadagskráin SÁ SEM KEMUR AFTUR ER ALDREI SÁ SAMI OG FÓR í Populus Tremula. Dagskráin er með og um ljóðskáldið Stefán Hörð Grímsson í umsjón Kristjáns Péturs Sigurðssonar.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir.