24. mar. 2007

AÐALSTEINN ÞÓRSSON | 30.3.-1.4.



ANKANNALEG/SÉRSTÖK verk

Föstudaginn 30. mars kl. 18:00 mun Aðalsteinn Þórsson opna sýningu á Ankannalegum/sérstökum myndverkum í Populus tremula.
Kl. 19:15 sama kvöld mun listamaðurinn leiða gesti um sýninguna og segja frá tilurð og bakgrunni verkanna.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 31. mars og sunnudaginn 1. apríl kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

18. mar. 2007

ROKK ER BETRA | 23. mars



TRÚBADÚRKVÖLD Kristjáns Péturs

Föstudaginn 23. mars kl. 22:00 mun Kristján Pétur Sigurðsson halda tónleika í Populus tremula. Kristján leikur og syngur eigin lög og texta, einn og með liðsauka frá hljómsveit hússins og Örnu Valsdóttur. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bók með textum Kristjáns Péturs sem fáanleg verður á staðnum. Húsið verður opnað kl. 21:30 og aðgangur er ókeypis. Malpokar leyfðir

12. mar. 2007

Birgir Sigurðsson | 17. og 18. mars



GÓÐUR DAGUR TIL AÐ LIFA – GÓÐUR DAGUR TIL AÐ DEYJA

Laugardaginn 17. mars kl. 14:00 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarsýninguna „Góður dagur til að lifa – góður dagur til að deyja“ í Populus tremula.
Sýningin verður einnig opin milli kl. 14:00 og 17:00 sunnudaginn 18. mars. Aðeins þessi eina helgi.

4. mar. 2007

Bóksala Populus tremula


Eins og kunnugt er hefur Populus tremula gefið út tvö bókarkver á síðustu vikum og fleiri eru væntanleg.
Þegar eru komnar út bækur með ljóðum eftir Jón Laxdal Halldórsson og Textakver eftir Guðmund Egil Erlendsson.

Bækurnar eru gefnar út í litlu upplagi, aðeins 100 eintök, sem öll eru tölusett og árituð af höfundum.

Enn er hægt að eignast eintök af útgefnum bókum á litlar 1.000 krónur. Til að nálgast bækurnar er besta leiðin að senda tölvupóst til Sigurðar Heiðars Jónssonar, sheidar@simnet.is eða Aðalsteins Svans Sigfúsonar, adalsteinn.svanur@simnet.is.

Á allra næstu vikum munu svo m.a. koma út bækur með kveðskap Kristjáns Péturs Sigurðssonar annars vegar og Guðbrands Siglaugssonar hins vegar og sitthvað fleira er á teikniborðinu.

Látið ekki happ úr hendi sleppa!