29. jún. 2014

LJÓÐADAGSKRÁ 5. júlí


Laugardaginn 5. júlí kl. 17.00 munu fjögur skáld úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa úr ljóðum sínum í Populus tremula. 

Daginn áður munu skáldin lesa upp í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði kl. 16.00. 

Ritlistarhópurinn varð til árið 1995 þegar efnt var til upplesturs skálda úr Kópavogi og kom þá í ljós mikill fjöldi skálda í bænum. Hópurinn hefur gefið út fjórar ljóðabækur.


Skáldin sem nú leggja leið sína norður í land eru þau Eyvindur P. Eiríksson, Eyþór Rafn Gissurarson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir.

22. jún. 2014

RÓT2014Enginn veit hvað mun gerast í Populus tremula helgina 28. - 29. júní. Opið frá kl. 14 - 17 laugardag og sunnudag. www.rot-project.com


Vikuna 23. - 29. júní fer fram listaviðburðurinn RÓT2014 í Gilinu á Akureyri. Verkefnið fer fram í fyrsta skipti í ár og er skipulagt af þrem ungum listakonum. Í heila viku mun fjölbreyttur hópur listamanna koma saman í Portinu fyrir aftan Listasafnið, og vinna að sameiginlegu verki, einu á dag. Afraksturinn verður svo sýndur á flötinni fyrir ofan Ketilhúsið og í enda viku, laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. júní verður svo unnnið í Populus tremula.


Þar sem þetta er fjölbreyttur hópur listamanna úr mismunandi geirum listalífsins verður niðustaðan án efa spennandi og vel þess virði að kíkja við. Það verður líka hægt að fylgjast með á heimasíðu RÓTAR, www.rot-project.com, og finna 2014 RÓT á Facebook og Instagram.

16. jún. 2014

Fjölþjóðleg textílsýning 21. og 22. júníLaugardaginn 21. júní kl. 14.00 verður opnuð í Populus tremula sýning sjö listakvenna sem dvalið hafa í mánuð í vinnustofu Textílseturs Íslands á Blönduósi. Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Lightly Acquainted, getur að líta afrakstur vinnu þeirra þennan tíma þar sem þræðir þeirra hafa legið saman í samtölum og samveru á framandi slóðum. Sýn­end­ur eru: Maaike Ebbinge, Hollandi; Erika Lynne Han­son, USA; Samantha Hookway, USA/Svíþjóð; Natalie Lauchlan, Kanada; Jessica Self, USA; Karin Thorsteinson, Kanda; Eva Porte­lance, Kanda.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 22. júní kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

Maaike Ebbinge, The Netherlands www.maaike-ebbinge.nl
Erika Lynne Hanson, USA www.elhanson.com
Samantha Hookway, USA/Sweden www.samanthahookway.com
Natalie Lauchlan, Canada www.natalielauchlan.ca
Jessica Self, USA jesslself.com
Karin Thorsteinson, Canada www.karinthor.tumblr.com
Intern: Eva Portelance, Canada, evaportelance.com

9. jún. 2014

Christa Spencer sýnir 14. og 15. júní


Laugardaginn 14. júní kl. 14.00 opnar þýska listakonan Christa Spencer sýninguna Paperwork í Pop­ul­us tremula. 

Christa, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir, vinnur verkin á pappír og hafa fjöllin blá og gróðurinn í Lystigarðinum haft áhrif á mótíf og litaval.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. júní kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

2. jún. 2014

Ragnar Hólm sýnir um hvítasunnunaRagnar Hólm sýnir í Populus um hvítasunnuhelgina

Laugardaginn 7. júní kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm myndlistarsýningu í Populus tremula. Ragnar hefur á undanförnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk.

Sýningin er einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.