30. ágú. 2010

JARED BETTS | 4.-5. SEPTEMBERLaugardaginn 4. september kl. 14:00 opnar kanadíski myndlistarmaðurinn Jared Betts ­sýningu í Populus tremula.

Jared, sem er frá New Brunswick, hefur dvalið á Skagaströnd síðustu mán­uði og unnið þar að list sinni. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu árum.

Sýningin verður einnig opin sunnudagininn 5. september kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

23. ágú. 2010

KRISTJÁN PÉTUR Í BOXINU | 28.8.-19.9.
Frá laugardeginum 28.ágúst mun Populus tremulamaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson sýna tréskúlptúrinn ÞAGNARNÁL í BOXkompunni í Listagilinu. Þagnarnálin er eiginlega langa systir ÞAGNAR-FREYJU, sem sést á myndinni standa keik fyrir utan Populus Tremula og BOXið.

Sýningin verður opin til 19.september, kl. 14-17 á föstu-laugar- og sunnudögum.

18. ágú. 2010

GUNNAR KR. & ARNAR TRYGGVASON | 28. ÁGÚST
STEYPA
Gunnar Kr. Jónasson og Arnar Tryggvason
MYNDLISTARSÝNING
28.-29. ágúst 2010

Laugardaginn 28. ágúst kl. 14:00 opna Gunnar Kr. Jónasson og Arnar Tryggvason sam­sýninguna STEYPA í Populus tremula. Báðir sýna þeir ný verk sem eiga það sameiginlegt að vera unnin úr steinsteypu. Sýningin er framlag Populus til Akureyrarvöku.

Sýningin verður einnig opin sunnudagininn 29. ágúst kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.