MYNDRA heldur útgáfutónleika
Föstudaginn 30. maí kl. 21.00 mun kanadísk/íslenska hljómsveitin Myndra halda tónleika í Populus tremula á Akureyri.
Sveitin er á ferð um landið að kynna sína fyrstu plötu, Songs From Your Collarbone, sem tekin var upp í smábænum Rimouski í frönskumælandi Kanada. Kynna má sér tónlist Myndru á myndra.bandcamp.com.
Einnig mun trúbadorinn Kristján Pétur Sigurðsson koma fram á tónleikunum.
Tekið verður úr lás kl. 20.30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir
Joris Rademaker sýnir 24. og 25. maí
KJÓLANDI – fjórar listakonur sýna
Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýningin Kjólandi í Populus tremula.
Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 18. maí frá 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.
KAÞARSIS víxlverkun
Laugardaginn 10. maí kl. 18.00 til miðnættis opna tíu listamenn sýningu í Populus tremula og túlka verk hvers annars og útfæra í hinum ýmsu miðlum.
Dj Delightfully Delicious þeytir skífum fram eftir kvöldi.
Listamennirnir sem sýna eru: Agnes Ársælsdóttir, Axel Flóvent, Borgný, Dagný Lilja, Halla Lilja, Karólína Rós, Kristófer Páll, Lena Birgisdóttir, Úlfur og Þórður Indriði.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 11. maí frá 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.