Margrét Nilsdóttir 5.-6. október
Laugardaginn 5. október kl. 14.00 opnar Margrét Nilsdóttir sýningu á nýjustu verkum sínum í Populus tremula.
Í þetta sinn sækir hún innblástur í hina fornu, japönsku fjötralist, kinbaku. Á sýningunni takast efnislegir fjötrar á við þá sálrænu og me því gerð tilraun til að vekja áhorfandann til umhugsunar um það sem heftir okkur.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 6. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki
Simon Rivett sýnir 28.-29. september
Laugardaginn 28. september kl. 14.00 opnar breski landslagsmálarinn Simon Rivett myndlistarsýningu í Populus tremula. Simon, sem kemur frá Newcastle, dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir. sjá nánar hér: www.simonrivett.co.uk
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 29. september kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Fatasala í Populus
FATASALA
Helgina 14. og 15. september bjóðum við alla velkomna á litla fatamarkaðinn okkar í Populus tremula.
Erum með barnafatnað, skó og gott úrval af kvenfatnaði, bæði notað og nýtt.
Salan verður opin laugardaginn 14. frá kl.15:00-21:00 og sunnudaginn 15. frá kl. 14:00-18:00.
Komið og upplifið skemmtilega stemmningu. Aðeins þessi eina helgi.
Helga, Begga og Björg