24. jún. 2013

Debora Alanna 28. júní






Hybrid: Lava & Light


Föstudaginn 28. júní kl. 19.00 opnar kanadíska listakonan Debora Alanna sýninguna Hybrid: Lava & Light í Populus tremula

Debora sýnir verk af ýmsum toga sem túlka út frá ólíkum sjónarhóli hvaða áhrif dvöl hennar á íslandi hefur haft á hana; pappírsverk, skúltúr, innsetningu og videoverk. 

Debora, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, leitast við að ögra viðteknum hugmyndum um efnisnotkun. 

Nánari upplýsingar: www.deboraalanna.com

Einnig opið laugardaginn 29. júní kl. 14.00-16.00. 

Athugið óhefðbundinn opnunartíma.

18. jún. 2013

RÉTTARDAGUR 22. júní 2013







RÉTTARDAGUR
AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR


Laugardaginn 22. júní kl. 22.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýningu í Populus tremula

Aðalheiður opnar 10 sýningar samtímis í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar og sal Myndlistafélagsins, Populus tremula, Flóru og Mjólkurbúðinni. 

Um er að ræða lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008. 

Sýnd verða nokkur hundruð verk eftir Aðalheiði, unnin á síðustu 5 árum, auk aðkomu 15 annarra listamanna með eigin verk, sem gestalistamenn á sýningunum. 

Á opnunarkvöldinu verða auk þessa lesin upp ljóð, sungið, fluttir gjörningar og tónlist. Einnig opið sunnudaginn 23. júní kl. 14.00-17.00.

Ljósmyndirnar eru frá Kristjáni Pétri. Mun fleiri myndir er að finna undir hlekknum Populus Panodil hér uppi til hægri á síðunni.




3. jún. 2013

Berglind Ágústsdóttir og Heiða Eiríks






Berglind Ágústsdóttir og Heiða Eiríks

Fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00 halda Berglind Ágústsdóttir og Heiða Eiríks tónleika í Populus tremula. Berglind er tónlistar- og myndlistarmaður og hefur nýlokið við sinn þriðja geilsadisk. Einnig hefur hún nýhafið útgáfu á kasetturöð með tónlistarlegum tilraunum og út eru komnar tvær í fleirri röð. 

Heiða hefur, auk þess ð› vera trúbador með nokkrar sólóplötur að baki, gefið út fjölda diska með hljómsveitunum Unun, Heiðu og heiðingjunum og Hellvar.

Þessir tónleikar eru hluti tónleikaferðar þeirra um landið og styrktir af Kraumi, tónlistarsjóði. 


Aðgangur er ókeypis  |  Malpokar leyfðir