26. mar. 2012

PETRA KORTE sýnir 31.3.-4.4.







PETRA KORTE
ICE BOOKS
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 31. mars kl. 14.00 mun þýska listakonan Petra Korte opna myndlistarsýninguna Ice Books í Pop­ulus Tremula.

Korte, sem dvelur um þessar mundir í Gestavinnustofu Gilfél­agsins, á fjölda sýninga að baki. Innblástur í verkin sem hún sýnir nú sækir hún m.a. til Íslendinga­sagna, íslenskrar náttúru og sagna um álfa og huldufólk.

Sýningin verður opin daglega til og með miðvikudeginum 4. apríl kl. 14.00-17.00.

ÞAU MISTÖK URÐU Í AUGLÝSINGU Í DAGSKRÁNNI AÐ BOÐAÐ VAR AÐ SÝNINGIN STÆÐI AÐEINS LAUGARDAG OG SUNNUDAG EN AÐ ÞESSU SINNI STENDUR SÝNINGIN LENGUR.

Fleiri myndir er að finna hér: http://populuspanodil.blogspot.com/

13. mar. 2012

HELGA SIGRÍÐUR sýnir 24.-24. mars







Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 mun Helga Sigríður Valdimarsdóttir opna málverka­sýningu í Pop­ulus Tremula.

Helga Sigríður notar Áttablaðarósina sem grunn í málverkin á sýningunni. Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Hún byggir á fornu mynstri sem minnir um margt á frostrósir. Þetta forna mynstur færir Helga Sigríður í nýjan búning með því að mála það á striga í björtum litum.

Einnig opið sunnudaginn 25. mars kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

7. mar. 2012

Útvarpsviðtal um Populus tremula

Mánudaginn 5. mars sl. var flutt afbragðsgott viðtal í þættinum Okkar á milli á Rás 1.
Þar talaði Pétur Halldórsson, útvarpsmaðurinn geðþekki, við Kristján Pétur Sigurðsson.

Meginefni viðtalsins var tilurð og starfsemi Populus tremula.
Við mælum eindregið með þessum bráðfína þætti, sem er að finna hér:

http://podcast.ruv.is/okkar_a_milli/2012.03.05.mp3