26. mar. 2012

PETRA KORTE sýnir 31.3.-4.4.PETRA KORTE
ICE BOOKS
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 31. mars kl. 14.00 mun þýska listakonan Petra Korte opna myndlistarsýninguna Ice Books í Pop­ulus Tremula.

Korte, sem dvelur um þessar mundir í Gestavinnustofu Gilfél­agsins, á fjölda sýninga að baki. Innblástur í verkin sem hún sýnir nú sækir hún m.a. til Íslendinga­sagna, íslenskrar náttúru og sagna um álfa og huldufólk.

Sýningin verður opin daglega til og með miðvikudeginum 4. apríl kl. 14.00-17.00.

ÞAU MISTÖK URÐU Í AUGLÝSINGU Í DAGSKRÁNNI AÐ BOÐAÐ VAR AÐ SÝNINGIN STÆÐI AÐEINS LAUGARDAG OG SUNNUDAG EN AÐ ÞESSU SINNI STENDUR SÝNINGIN LENGUR.

Fleiri myndir er að finna hér: http://populuspanodil.blogspot.com/