HELGA SIGRÍÐUR sýnir 24.-24. mars






Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 mun Helga Sigríður Valdimarsdóttir opna málverkasýningu í Populus Tremula.
Helga Sigríður notar Áttablaðarósina sem grunn í málverkin á sýningunni. Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Hún byggir á fornu mynstri sem minnir um margt á frostrósir. Þetta forna mynstur færir Helga Sigríður í nýjan búning með því að mála það á striga í björtum litum.
Einnig opið sunnudaginn 25. mars kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.
<< Home