13. mar. 2012

HELGA SIGRÍÐUR sýnir 24.-24. mars







Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 mun Helga Sigríður Valdimarsdóttir opna málverka­sýningu í Pop­ulus Tremula.

Helga Sigríður notar Áttablaðarósina sem grunn í málverkin á sýningunni. Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Hún byggir á fornu mynstri sem minnir um margt á frostrósir. Þetta forna mynstur færir Helga Sigríður í nýjan búning með því að mála það á striga í björtum litum.

Einnig opið sunnudaginn 25. mars kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.