27. feb. 2012

TÓNLEIKAR & LJÓÐAKVÖLD 2. OG 3. MARS
TRÚBADORAKVÖLD 2. mars
Kristján Pétur, Guðmundur Egill, Aðalsteinn Svanur og Þórarinn Hjartarson

Föstudaginn 2. mars kl. 21.00 munu söngvaskáldin Kristján Pétur Sigurðsson, Guð­mundur Egill Erlendsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Þórarinn Hjartar­son halda trúba­dora­kvöld í Pop­ulus tremula.

Þeir félagar munu ýmist flytja eigin lög og ljóð eða túlka verk ann­arra höfunda með sínu nefi.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

---

LJÓÐAKVÖLD 3. mars
ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON OG BJARNI GUNNARSSON

Laugardaginn 3. mars kl. 21.00 munu skáldin og rithöfundarnir Ari Trausti Guðmundsson og Bjarni Gunnarsson halda ljóðakvöld í Pop­ulus tremula.

Skáldin, sem bæði hafa vakið verð­skuldaða athygli fyrir ljóð sín, munu lesa úr verkum sínum, kynna þau og spjalla við gesti. Ari og Bjarni hafa sent frá sér 3 ljóðabækur hvor á undanförnum árum.

Þetta ljóðakvöld er haldið í samstarfi við bókaútgáfuna Uppheima.

Húsið verður opnað kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

Myndirnar tóku Kristján Pétur og Fróðný, hirðljósmyndarar Populus tremula.
Fleiri myndir á Populus panodil tenglinum efst til hægri á síðunni.