26. apr. 2011

JUDE GRIEBEL 30.4.-1.5.







Laugardaginn 30. apríl kl. 14:00 opnar kanadíski listamaðurinn Jude Griebel sýninguna After­works í Populus tremula.

Í verkum Griebels á sér stað samræða um sjálfsmynd mannsins í teikningum sem í senn eru ímyndanir og byggðar á lífshlaupi listamannsins og sýna manninn í táknrænum og yfirnáttúrlegum aðstæðum. Griebel (f. 1978) hefur sýnt verk sín víða um heim.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 1. maí kl. 14-17. Aðeins þessi eina helgi.

18. apr. 2011

BIRGIR SIGURÐSSON SÝNIR UM PÁSKANA







Á skírdag, 21. apríl, kl. 14:00 opnar Birgir Sigurðsson rafvirki og myndlistarmaður, sýninguna LÍFIÐ vs LÍFIÐ í Populus tremula.

Sýningin er ljósinnsetning þar sem við sögu koma þríhjól og flúrperur.

Birgir býður gestum í ferðalag með samspili þessara ólíku hluta.

Sýningin verður opin alla páskana. Aðeins þessi eina helgi.

Myndirnar tók Kristján Pétur Sigurðsson, bróðir listamannsins og hirðljósmyndari Populussamsteypunnar.

4. apr. 2011

AÐALSTEINN SVANUR Á ROSENBERG






Föstudaginn 8. apríl kl. 21:30
heldur söngvaskáldið og Populusmaðurinn
AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON
tónleika á CAFÈ ROSENBERG við Klapparstíg 25-27 í Reykjavík

AÐALSTEINN flytur eigin lög og kvæði,
ýmist einn eða með Hjálmari Guðmundssyni

Aðgangur ókeypis (malpokar bannaðir!)

Ljósmyndirnar tók Níels Sveinsson.