28. feb. 2011

Grímsi og Konni TÓNLEIKAR 5. mars


Laugardaginn 5. mars kl. 21:30 halda Grímsi og Konni úr Tenderfoot tónleika í Populus tremula ásamt góðum gestum og leika eigin tónlist.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður snill­ingurinn Kristján Edelstein.

Þetta verða frjálslegir tónleikar á rólegum nótum að hætti þeirra félaga.

Húsið verður opnað kl. 21:00 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir

21. feb. 2011

VERUND ENDURVINNSLA FM2H08







VERUND ENDURVINNSLA FM2H08

Föstudaginn 25. febrúar kl 17:00 opnar sýning í Populus tremula á vegum 1. og 2. árs nema Fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri. Allt á sýningunni er unnið úr hlutum sem venjulegt fólk myndi kalla rusl eða drasl, og er afurð úr endurvinnsluáfanga undir leiðsögn lista­konunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. febrúar kl. 14:00-17:00.

Aðeins þessa helgi. Léttar veitingar.

7. feb. 2011

HALLGRÍMUR INGÓLFSSON | 19.-20. feb.







Laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna málverkasýningu í Populus tremula.

Á sýningunni verða ný og nýleg akrílmálverk af ýmsum toga. Hallgrím er óþarft að kynna fyrir Eyfirðingum, en á síðustu árum hefur hann sinnt málverkinu af auknum krafti og haldið nokkrar einkasýningar, auk þátttöku í samsýningum.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. febrúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.