29. mar. 2010

TÓNLEIKAR OG SÝNING UM PÁSKANA






TINNA MARÍNA OG FÉLAGAR & SICK BIRD
laugardaginn 3. apríl

Laugardaginn 3. apríl kl. 22:00 mun Tinna Marína Jónsdóttir söngkona, koma fram á tónleikum í Populus tremula.
Leikið verður frumsamið efni í bland við eldri húsganga, en Tinnu til halds og trausts verða gítarleikararnir Daníel Auðunsson og Leifur Björnsson.
Tónlistin er undir áhrifum country- og folk-tónlistar 5. og 6. áratugarins, frá N. Ameríku. S
veitin hefur verið iðin við tónleikahald að undanförnu og þykir frábær á sviði.

Einnig kemur fram Sick Bird sem skipað er í þetta sinn. Konna Bartsch og Krissa Edelstein.

Húsið verður opnað kl. 21:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir.

26. mar. 2010

RUT INGÓLFDÓTTIR SÝNIR UM PÁSKANA







RUT INGÓLFDÓTTIR
ljósmyndasýning
ANNARS KONAR LANDSLAG
2.-5. apríl


Á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl, kl. 14:00 opnar Rut Ingólfsdóttir ljósmyndasýninguna ANNARS KONAR LANDSLAG í Populus tremula.

Rut hefur fengist við ljósmyndun árum saman, tekið þátt í sýningum og stundar nú nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eru þrjár myndraðir sem ganga út frá mismunandi þáttum.

Sýningin verður opin alla páskahelgina frá kl. 14:00-17:00.

KRISTJÁN PÉTUR opnar á Café Karólínu 3.4.







KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON
Ljósmyndasýing
RAUÐAÞÖGN Á FERÐ OG FLUGI
Café Karólína

Laugardaginn 3. apríl. kl. 15:00 opnar Populus tremulamaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á Café Karólínu, sem ber yfirskriftina Rauðaþögn á ferð og flugi.

Sýningin samanstendur af ljósmyndum, sem teknar eru af litlum skúlptúr (Rauðaþögn), hér og þar á ferðinni um landið ísa. Þessi sýning er sú fyrsta af nokkrum fyrirhuguðum með sömu yfirskrift og yrkisefni.

Sýningin stendur til 30. apríl.

12. mar. 2010

RAGNAR HÓLM | sýning 20.-21. mars







SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?
myndlistarsýning 20.-21. mars
RAGNAR HÓLM

Laugardaginn 20. mars kl. 14:00 opnar Ragnar Hólm myndlistarsýn­inguna Sérðu það sem ég sé? í Populus tremula.

Þar sýnir Ragnar vatnslitamyndir sem allar eru mál­aðar á þessu ári og því síðasta. Í myndum sínum fjallar Ragnar um norðlenska náttúru.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 21. mars kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.