28. apr. 2008

NETFANGALISTI POPULUSFÉLAGA

Hér að neðan er listi yfir félagsmenn í Populus tremula og netföng þeirra:

Aðalsteinn Svanur: adalsteinn@uppheimar.is
Atli Hafþórsson: atlih@unak.is
Arnar Tryggvason: arnar@holtfasteign.is
Bárður Heiðar Sigurðsson: hamar79@hotmail.com
Guðmundur Egill: gegill@simnet.is
Gunnar Jóhannesson: gunni.joh@gmail.com
Hjálmar Stefán: hjalmarstefan@googlemail.com
Kristján Pétur: strandkp@simnet.is
Sigurður Heiðar: sheidar@simnet.is

27. apr. 2008

BÓKAÚTGÁFA POPULUS TREMULA

Hér að neðan er listi yfir þau bókverk sem Populus tremula hefur gefið út frá því útgáfustarfsemi hófst í febrúar 2007.
Tvær bækur til viðbótar eru fyrirhugaðar í vor.

Öll þessi verk eru gefin út í 100 tölusettum eintökum hvert, árituðum af höfundum og seld fyrir kostnaði á 1000 kr. Ekkert verkanna er uppselt, en aðeins örfá eintök eru eftir af nokkrum þeirra. Hægt er að gerast áskrifandi að bókverkum frá Populus.

Þá sem kann að langa til að eiga ritröðina í heild, eða einstök verk, hvetjum við til að hafa samband og láta taka frá fyrir sig það sem þá langar að eignast í ritröðinni. Bækurnar er hægt að nálgast hvenær sem opið er í Populus tremula, eða með því að hafa samband við einhvern af okkur Populusfélögum. Tölvupóst má t.d. senda til Aðalsteins Svans: adalsteinn@uppheimar.is eða Sigurðar Heiðars: sheidar@simnet.is.


BÓKVERKALISTI:

Jón Laxdal Halldórsson, kvæði
TexTa(H)veR, Guðmundur Egill
Rokk er betra, Kristján Pétur
Helgi Þorgils Friðjónsson, dúkristur
Guðbrandur Siglaugsson, kvæði
Skimað út, Gunnar M.G.
The Drums, Baldvin Ringsted
Úr dagbók Rúdólfs Rósenberg, Sigurður Heiðar Jónsson
Tveir skuggar, Helgi Þórsson
mónólógar, Þorvaldur Þorsteinsson
Smit, Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Somewhere Near There, Paul Fortin/Robert Malinowski
Sukkskinna, Helgi og Hljóðfæraleikararnir

21. apr. 2008

HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR | 25. apríl





HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR
Kvöldskemmtun 25. apríl
SUKKSKINNA

Föstudaginn 25. apríl kl. 21:00 mun hljómsveitin góða Helgi og Hljóðfæraleikararnir halda kvöldskemmtun í Populus tremula. Boðið verður upp á upplestur og tónleika; sérleg vinahljómsveit H&H mun reka inn nefið.

Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina Sukkskinnu, þar sem skráðar eru sögur úr 20 ára ferli hljómsveitarinnar í máli og myndum. Bókin er gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum og kostar aðeins 1.000 kr.

Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

14. apr. 2008

SJÓNVIT | 19. APRÍL






SJÓNVIT 19-20. APRÍL
Joris Rademaker
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 19. apríl kl. 14:00 opnar Joris Rademaker myndlistarsýninguna Sjónvit í Populus tremula. Þar sýnir Joris verk sem unnin eru á 20 ára tímabili, frá 1988 til dagsins í dag, í mismunandi tækni og víddum.

Joris Rademaker var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006. Hann hefur sýnt reglulega, allt frá 1993, á Akureyri og víðar.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.