25. okt. 2010

GAMLI ELGUR SÝNIR | 30.-31. okt.SMALASTÚLKAN OG ALLAR HINAR
Málverkasýning
GAMLI ELGUR
30. og 31. október 2010

Laugardaginn 30. október kl. 14:00 opnar Gamli elgur, einnig þekktur sem Helgi Þórsson í Kristnesi, málverkasýninguna Smalastúlkan og allar hinar í Pop­ulus tremula.

Þar sýnir Gamli elgur lítil olíumálverk sem fara sérlega vel á veggjum. Listamaðurinn mun flytja nokkur lög við opnun.

Einnig opið sunnudaginn 31. október frá kl. 14:00-18:00. Aðeins þessi eina helgi.

Eins og áður er það Kristján Pétur Sigurðsson sem skrásetur viðburði með ljósmyndum. Mun fleiri myndir af þessari sýningu og öðrum er að finna undir Populus panodil á tenglasafninu hér til hægri á síðunni.

18. okt. 2010

SONJA LOTTA | 23. og 24. októberSONJA LOTTA
the complexity of letting go
MYNDLIST
23. og 24. otkóber 2010

Laugardaginn 23. október kl. 14:00 opnar svissneska listakonan Sonja Lotta sýninguna the complexity of letting go í Populus tremula.

Sonja Lotta, sem býr og starfar í Zurich, er listmenntuð í Bandaríkjunum og Skotlandi. Í list sinni skráir hún hversdagsleika daglegs lífs út frá óvæntum og jafnvel ærslafullum sjónarhornum. Öll verkin á sýningunni eru ný og byggja á upplifun listakonunnar af dvöl sinni á Íslandi.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 24. október kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

4. okt. 2010

KRISTINN R. GUNNARSSON, tónleikar | 9. okt.


KRISTINN RÚNAR GUNNARSSON
heldur trúbadortónleika í Populus tremula.

Laugardaginn 9. október kl. 21:00 heldur Kristinn R. Gunnarsson trúbadortónleika í Populus tremula. Mun hann flytja frumsamið efni, ásamt vinum, í tilefni af nýorðnu þrítugsafmæli sínu.
Tryggvi Heiðar Gígjuson, bróðir Kristins, mun einnig leika frumsamda tónlist.

Húsið verður opnað kl. 20:30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir.