24. mar. 2014

DREKAMEZZA VI

Föstudaginn 28. mars og laugardaginn 29. mars kl. 19.19 til 00.00 verður haldin tvöföld Drekamezza VI í Populus tremula. Að vanda er það DJ Delicious sem annast mezzugjörðina.

ATHUGIÐ AÐ MESSAÐ VERÐUR TVÖ KVÖLD Í RÖÐ!

Aðgangur ókeypis.

17. mar. 2014

Friðþjófur Helgason – SEMENT

Laugardaginn 5. apríl kl. 14.00 opnar Friðþjófur Helgason ljósmyndasýning­una Sement í Populus tremula. Friðþjófur er löngu landsþekktur ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Eftir hann liggja fjölmargar ljósmyndabækur og sýningar. Á þessari sýningu eru nýjar myndir sem allar eru teknar í semenstverksmiðjunni á Akranesi, sem hefur verið aflögð.

Þessari sömu sýningu var frestað fyrir tveimur vikum vegna veðurs og ófærðar.

Sýningin er einnig opin sunndudaginn 6. apríl kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.