GAMLI ELGUR SÝNIR | 30.-31. okt.
SMALASTÚLKAN OG ALLAR HINAR
Málverkasýning
GAMLI ELGUR
30. og 31. október 2010
Laugardaginn 30. október kl. 14:00 opnar Gamli elgur, einnig þekktur sem Helgi Þórsson í Kristnesi, málverkasýninguna Smalastúlkan og allar hinar í Populus tremula.
Þar sýnir Gamli elgur lítil olíumálverk sem fara sérlega vel á veggjum. Listamaðurinn mun flytja nokkur lög við opnun.
Einnig opið sunnudaginn 31. október frá kl. 14:00-18:00. Aðeins þessi eina helgi.
Eins og áður er það Kristján Pétur Sigurðsson sem skrásetur viðburði með ljósmyndum. Mun fleiri myndir af þessari sýningu og öðrum er að finna undir Populus panodil á tenglasafninu hér til hægri á síðunni.