BÍT OG PÖNK | 30.11.





Föstudagskvöldið 30. nóvember verða fluttar tvær dagskrár í Populus tremula.
Kl. 21:00 verða BEAT-SKÁLDIN og verk þeirra kynnt í POPULUS TREMULA. Lesin verða ljóð og örstuttir prósar eftir beat-skáldin með dyggum stuðningi húsbands Populus. Ljóðskáldin og rithöfundarnir sem gerð verða skil eru: Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs og Lawrence Ferlinghetti. Flytjendur eru: Alti Hafþórsson, Arnar Tryggvason, Guðmundur Egill Erlendsson, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Kristján Pétur Sigurðsson og Sigurður Heiðar Jónsson
Húsið verður opnað klukkan 20:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.
---
Á miðnætti föstudagskvöldsins 30. nóvember mun pönkhljómsveitin BLÁI HNEFINN kynna plötu sína Sögur úr Klandurbæ á útgáfutónleikum í POPULUS TREMULA.
Á Akureyri er því miður ekki mikið pönk að finna í seinni tíð og hápólitískar andófshreyfingar eru bitlausar í myrkum skúmaskotum og einkennast af því að menn berja í eldhúsborðið heima hjá sér. Nú er mál að linni. Blái Hnefinn hefur samið yfirlitsverk yfir klúður og handvömm núverandi bæjarstjórnar Akureyrar, meiri- og minnihluta, og gefið út á plötu.
Húsið verður opnað klukkan 23:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.