25. nóv. 2007

BÍT OG PÖNK | 30.11.






Föstudagskvöldið 30. nóvember verða fluttar tvær dagskrár í Populus tremula.

Kl. 21:00 verða BEAT-SKÁLDIN og verk þeirra kynnt í POPULUS TREMULA. Lesin verða ljóð og örstuttir prósar eftir beat-skáldin með dyggum stuðningi húsbands Populus. Ljóðskáldin og rithöfundarnir sem gerð verða skil eru: Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William S. Burroughs og Lawrence Ferlinghetti. Flytjendur eru: Alti Hafþórsson, Arnar Tryggvason, Guðmundur Egill Erlendsson, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Kristján Pétur Sigurðsson og Sigurður Heiðar Jónsson

Húsið verður opnað klukkan 20:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

---

Á miðnætti föstudagskvöldsins 30. nóvember mun pönkhljómsveitin BLÁI HNEFINN kynna plötu sína Sögur úr Klandurbæ á útgáfutónleikum í POPULUS TREMULA.
Á Akureyri er því miður ekki mikið pönk að finna í seinni tíð og hápólitískar andófshreyfingar eru bitlausar í myrkum skúmaskotum og einkennast af því að menn berja í eldhúsborðið heima hjá sér. Nú er mál að linni. Blái Hnefinn hefur samið yfirlitsverk yfir klúður og handvömm núverandi bæjarstjórnar Akureyrar, meiri- og minnihluta, og gefið út á plötu.

Húsið verður opnað klukkan 23:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

19. nóv. 2007

SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI | 24.11.




DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI
BÓKMENNTAKVÖLD
Hjálmar Stefán Brynjólfsson

Laugardaginn 24. nóvember kl. 21:00 verður flutt dagskrá um listaskáldið Davíð Stefánsson í Populus tremula. Dagskráin er í umsjón Hjálmars Stefáns Brynjólfssonar sem hefur kynnt sér skáldið ítarlega á undanförnum árum og mun gera Davíð og skáldskap hans skil; áhrifum hans og stöðu í íslenskum bókmenntum, fyrr og nú.

Húsið verður opnað kl. 20:30 – aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.

12. nóv. 2007

Sigurður Heiðar Jónsson | 17. nóv.








Úr dagbók Rúdólfs Rósenberg
BÓKMENNTAKVÖLD

Laugardaginn 17. nóvember kl. 21:00 verður flutt ljóðadagskráin Úr dagbók Rúdólfs Rósenberg í Populus tremula. Rúdólf er hliðarsjálf Sigurðar Heiðars Jónssonar sem hefur lítt haft sig í frammi með eigið efni en því meira stuðlað að listviðburðum annarra. Ljóðin verða flutt með lestri og söng. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bók með ljóðum Rúdólfs/Sigurðar.
Húsið verður opnað kl. 20:30 – aðgangur ókeypis – malpkar leyfðir.