27. ágú. 2007

Guðbjörg Ringsted | 1.-2. sept.




Laugardaginn 1. september kl. 14:00-18:00 verður verður opnuð myndlistarsýning Guðbjargar Ringsted, TEIKNINGAR, í Populus tremula.
Þetta er 11. einkasýning Guðbjargar sem hingað til hefur aðallega fengist við gerð grafíkmynda. Einnig opið sunnudaginn 2. september kl. 14:00-18:00. Aðeins þessi eina helgi – allir velkomnir.

15. ágú. 2007

Leonard Cohen | 25.8.




MIÐNÆTURTÓNLEIKAR Í POPULUS TREMULA

Laugardagskvöldið 25. ágúst mun HÚSBAND POPULUS TREMULA halda tónleika þar sem flutt verða lög og ljóð eftir kanadíska meistarann LEONARD COHEN.

Hljómsveitina skipa Arnar Tryggvason, Atli Hafþórsson, Guðmundur Egill Erlendsson, Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Kristján Pétur Sigurðsson.

Húsið verður opnað á miðnætti en tónleikarnir munu hefjast að lokinni dagskrá Akureyrarvöku í miðbænum, um hálfeittleytið.

Ókeypis aðgangur – malpokar leyfðir.

13. ágú. 2007

Walter Laufenberg | 16. 8.




Fimmtudaginn 16. ágúst kl. 20:00 verður kvöldstund með þýska rithöfundinum Walter Laufenberg í Populus tremula. Þar mun hann kynna sig og fjalla lítillega um verk sín. Lesin verður smásaga eftir hann í íslenskri þýðingu og Hjörleifur Hjartarson mun syngja vinsæla söngva við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi á þýsku í þýðingu Walters.
Í lokin gefst gestum kostur á að spjalla við rithöfundinn og spyrja hann spjörunum úr.

Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir