20. jan. 2014

Guðmundur Ármann sýnir

Laugardaginn 25. janúar kl. 14.00 opnar Guðmundur Ármann myndlistar­sýning­una Nærlönd í Populus tremula. 

Á sýningunni verða olíumálverk, vatnslitamyndir og þrívíð verk. Efniviður sýningarinnar hverfist um nærlönd við Eyjafjörð og listamaðurinn spyr: „Er hægt að mála það sem er óáþreifanlegt – andrúmið, birtuna, ilminn, hita eða kulda, það sem við finnum og skynjum?“

Sýningin er einnig opin sunndudaginn 26. janúar kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.