28. okt. 2013

Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri


FJÓRTÁN SINNUM FJÖLFELDINEMENDUR MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI


Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvaðeina.


Sýningin er einnig opin sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Nemendurnir sem sýna verk sín eru á 1., 2. og 3. ári í Fagurlistadeildinni og eru: Anna Elionora Olsen Rosing, Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Sandra Rebekka, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Heiðdís Hólm og Steinunn Steinarsdóttir.

14. okt. 2013

Drekamezza III – 19. október
Laugardaginn 19. október kl. 19.19 til 00.00 halda vínyl-kanilsnúðurinn Delightfully Delicious (aka Arnar Ari) ásamt Úlfi Braga Kaffi þriðju Drekamezzuna í Populus tremula

Þeir munu snúa sér og öðrum gegn einelti, ofbeldi og vanlíðan.

Allir velkomnir og þá sérstaklega tröll, álfar og hindurvættir. Aðgangur ókeypis.

Myndirnar tók Daníel Starrason – bestu þakkir.

7. okt. 2013

Hallgrímur Ingólfsson sýnir 12.-13. októberLaugardaginn 12. október kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna málverkasýninguna Haustið sem ekki kom í Populus tremula

Á sýningunni verða ný og nýleg akrílmálverk. Hallgrím er óflarft að kynna fyrir Eyfirðingum, en á síðustu árum hefur hann sinnt málverkinu af auknum krafti og haldið einkasýningar, auk þátttöku í samsýningum.


Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. október kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.