22. feb. 2010

Aðalsteinn Svanur | TRÚBADORKVÖLD 5.3.50 MÍNÚTUR
Aðalsteinn Svanur Sigfússon
TRÚBADORKVÖLD 5. MARS

Föstudaginn 5. mars kl. 21:00 stendur söngvaskáldið Aðalsteinn Svanur Sigfússon fyrir trúbadorkvöldi í Populus tremula. Þar mun Aðalsteinn, með stuðningi Hjálmars Guðmundssonar, flytja eigin lög og kvæði, bæði eldri slagara og nýlegt efni, í tilefni af yfirvofandi fimmtugsafmæli sínu.Blóm og kransar afþökkuð.

Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.

15. feb. 2010

KRISTJÁN PÉTUR – TÓNLEIKAR | 20.2.

KRISTJÁN PÉTUR – TÓNLEIKAR | 20.2.

Laugardaginn 20. febrúar kl. 21.00 mun Kristján Pétur Sigurðsson halda tónleika í Populus Tremula.

Í þetta skipti mun Kristján Pétur koma nakinn fram, það er að segja án hjálparmanna og algjörlega án uppmögnunarrafmagns. Kristján Pétur mun eingöngu flytja eigin lög (úrval síðustu 40 ára) og segja lítillega frá tilurð laga og texta. 

Húsið verður opnað klukkan 20:30. Aðgangur ókeypis. Malpokar leyfðir.