Thora Karlsdóttir sýnir 4.-5. október
Laugardaginn 4. október 2014 kl. 14.00 opnar Thora Karlsdottir myndlistasýninguna TIMELINE í Populus tremula. Eins og titillinn gefur til kynna er hér um yfirlitssýningu að ræða.
Thora hefur áður haldið fjölda einkasýninga auk þátttöku í samsýningum, bæði hérlendis og víða erlendis, m.a. á þessu ári í Þýskalandi, Frakklandi og Luxembourg.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 5. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.