28. júl. 2014

Freyja Reynisdóttir sýnir 2.-3. ágúst









Freyja Reynisdóttir opnar sýninguna EIN AF ÞEIM í Populus tremula, í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst klukkan 14.00.

Sýningin fjallar um persónuleg vísindi og verklega heimspeki Freyju á sjálfri sér, mannkyninu og banönum.

Freyja útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sl. vor og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og alþjóðlegum verkefnum auk þess að hafa ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra, Samlaginu, í Gilinu. Hún var einnig ein af skipuleggjendum Rótar 2014, á Akureyri nú í sumar.

Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, til sunnudagsins 3.ágúst. 

Opið báða dagana frá kl. 14.00-17.00.

20. júl. 2014

ANNE STRAARUP SÝNIR 26.-27. JÚLÍ





FERÐIN TIL AKUREYRAR

Laugardaginn 26. júlí kl. 14.00 munu danska listakonan Anne Straarup opna sýninguna Ferðin til Akureyrar í Populus tremula. Hún sýnir teikningar á pappír þar sem myndefnið er sótt í steinglersglugga Akureyrarkirkju, sem og táknræn fyribæri sem á vegi hennar hafa orðið á gönguferðum um bæinn.

Einnig opið sunnudaginn 27. júlí kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

13. júl. 2014

ÆFINGAR OG PÓNÍHESTAR



Laugardaginn 19. júlí kl. 14.00 opnar Ingiríður Sigurðardóttir sýningu á verkum sínum í Populus tremula. 

Athugið einnig: Að kvöldi laugardagsins, kl. 21.00, mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja eigin ljóð, lesin og sungin, við sellóundirleik.

Einnig opið sunnudaginn 20. júlí kl. 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.

3. júl. 2014

ÓLÍKINDI 12.-13. JÚLÍ









VIKAR MAR OG ELVAR ORRI

Laugardaginn 12. júlí kl. 14.00 munu tveir ungir og ólíkir myndlistamenn, þeir Vikar Mar og Elvar Orri, opna sýninguna Ólíkindi í Populus tremula. 

Einnig opið sunnudaginn 13. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.