24. feb. 2014
18. feb. 2014
Populus tremula 10 ára í haust
Aðalfundur Populus tremula var haldinn með glæsibrag í húsakynnum félagsins að kvöldi laugardagsins 15. febrúar 2014.
Að vanda fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslum ritara, formanns og gjaldkera og kosin var stjórn til eins árs. Hana skipa, líkt og undanfarin ár, Aðalsteinn Svanur formaður, Kristján Pétur ritari og Arnar Tryggvason gjaldkeri.
Haustið 2014 mun Menningarsmiðjan Populus tremula fagna tíu ára afmæli sínu og stefnir á að gera það með glæsibrag. Afmælishaldið verður helgað minningu okkar kæra félaga og vinar, Sigurðar Heiðars Jónssonar, Papa Populus, sem féll frá langt fyrir aldur fram 2011.
Eftir að fundi var slitið skemmtu félagsmenn sjálfum sér og hver öðrum að vanda með söng og hljóðfæraleik að hætti hússins.
Myndir af fundinum er að finna á hlekknum Populus panodil hér ofarlega til hægri á síðunni. Þökk sé Kristjáni Pétri aðalritara.
Að vanda fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslum ritara, formanns og gjaldkera og kosin var stjórn til eins árs. Hana skipa, líkt og undanfarin ár, Aðalsteinn Svanur formaður, Kristján Pétur ritari og Arnar Tryggvason gjaldkeri.
Haustið 2014 mun Menningarsmiðjan Populus tremula fagna tíu ára afmæli sínu og stefnir á að gera það með glæsibrag. Afmælishaldið verður helgað minningu okkar kæra félaga og vinar, Sigurðar Heiðars Jónssonar, Papa Populus, sem féll frá langt fyrir aldur fram 2011.
Eftir að fundi var slitið skemmtu félagsmenn sjálfum sér og hver öðrum að vanda með söng og hljóðfæraleik að hætti hússins.
Myndir af fundinum er að finna á hlekknum Populus panodil hér ofarlega til hægri á síðunni. Þökk sé Kristjáni Pétri aðalritara.
17. feb. 2014
Ólafur Sveinsson – TÍMAMÓT
Laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00 opnar Ólafur Sveinsson sýninguna Tímamót í Populus tremula. Heiti sýningarinnar vísar til þess að 30 ár eru nú liðin frá fyrstu sýningu listamannsins, sem jafnframt verður fimmtugur í næsta mánuði. Málverk, myndir og minningar.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. febrúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. febrúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
11. feb. 2014
Trúbadorakvöld í Populus þann 14. febrúar
KRISTJÁN PÉTUR, GUÐMUNDUR EGILL og AÐALSTEINN SVANUR SIGFÚSSON Föstudagskvöldið 14. febrúar kl. 21.00 munu ofantalin söngvaskáld halda tónleika í Populus tremula. Trúbadorarnir flytja frumsamið efni og fleira, hver með sínu nefi og ekki útilokað að fleiri stigi á stokk. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs styrktaraðilum Populus tremula. Populus tremula verður opnað kl. 20:30 | Malpokar leyfðir | Aðgangur ókeypis eins og ávallt |