29. júl. 2013

Drekamezza II í Populus

Föstudaginn 2. ágúst kl. 19.19 til 00.00 heldur vínylkanilsnúðurinn Delightfully Delicious (aka Arnar Ari) Drekamezzu II í Populus tremula. 

Þar munu hann og unaðslegir gestir snúa sér og öðrum gegn einelti, ofbeldi og vanlíðan.


Allir velkomnir og þá sérstaklega tröll, álfar og hulduvættir. Aðgangur ókeypis.

22. júl. 2013

Carol Bernier sýnir í Populus







Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 opnar kanadíska myndlistarkonan Carol Bernier sýningu í Populus tremula

Bernier, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, er fædd, menntuð og búsett í Montreal í Kanada, en hefur iðka list sína og haldið sýningar víða um lönd. 

Nú sýnir hún verk sem sækja innblástur til íslenskrar náttúru og umhverfis. Nánar á: www.carolbernier.com

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 28. júlí kl. 14.00-17.00. 

Aðeins þessi eina helgi.

15. júl. 2013

Drekamezza 20. júlí kl. 19.19





DREKAMEZZA
Delightfully Delicious


Laugardaginn 20. júlí kl. 19.19 til 00.00 heldur vínyl-kanilsnúðurinn Delightfully Delicious (aka Arnar Ari) Drekamezzu í Populus tremula. Þar mun hann snúa sér og öðrum gegn einelti, ofbeldi og vanlíðan.


Allir velkomnir og þá sérstaklega tröll, álfar og hulduvættir. Aðgangur ókeypis.