23. okt. 2012

STEFÁN BOULTER  |  TEIKNINGAR







Laugardaginn 27. október kl. 14.00 mun Stefán Boulter opna myndlistars‡ninguna Teikningar í Populus Tremula
Á flessari s‡ningu mun Stefán s‡na verk sem hafa veri› unnin á pappír. 

S‡ningin er einnig opin frá kl. 14-17 sunnudaginn 28. október. A›eins flessi eina helgi.

Fleiri myndir frá sýningunni á Populus panodil hlekknum hér efst til hægri. Myndir að vanda í boði Kristjáns Péturs.


9. okt. 2012

MATTHILDUR ÁSTA | 13.-14. október







SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR ...

Laugardaginn 13. október kl. 14.00 mun Matthildur Ásta opna sýninguna Spegill, spegill, herm þú mér ... í Populus tremula. Þar sýnir hún dömulega mósaíkspegla.

Matthildur Ásta lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akureyri síðastliðið vor og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Verkin, sem eru unnin úr speglum og lituðu gleri, eru af ýmsum stærðum og gerðum.

Einnig opið sunnudaginn 14. október kl. 14.00-17.00 – Aðeins flessi eina helgi

8. okt. 2012








JOHAN PIRIBAUER  |  TÓNLEIKAR 9. OKT.

Þriðjudaginn 9. október kl. 21.00 mun Johan Piribauer halda tónleika í Pop­ulus Tremula.

Johan er frá Lapplandi í Norður-Svíþjóð, flytur eigin lög og texta. Tónlist hans er melódískt þjóðlaga­rokk og textarnir fjalla um lífið í Lapplandi. Johan hefur sent frá sér fimm hljómplötur og hefur flutt tónlist sína um Norðurlönd og víða um heim síðasta áratuginn.


Á tónleikunum mun hann koma einn fram og spjalla við gesti milli laga. Árið 2009 kom hann fram ásamt hljómsveit á hátíðinni Aldrei fór ég suður. Við vekjum sérstaka athygli á að tónleikana ber upp á þriðjudagskvöld.


Efstu myndina tók Daníel Starrason, hinar eru úr smiðju Kristjáns Péturs. Takk.


Húsið verður opnað kl. 20.30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir