8. okt. 2012








JOHAN PIRIBAUER  |  TÓNLEIKAR 9. OKT.

Þriðjudaginn 9. október kl. 21.00 mun Johan Piribauer halda tónleika í Pop­ulus Tremula.

Johan er frá Lapplandi í Norður-Svíþjóð, flytur eigin lög og texta. Tónlist hans er melódískt þjóðlaga­rokk og textarnir fjalla um lífið í Lapplandi. Johan hefur sent frá sér fimm hljómplötur og hefur flutt tónlist sína um Norðurlönd og víða um heim síðasta áratuginn.


Á tónleikunum mun hann koma einn fram og spjalla við gesti milli laga. Árið 2009 kom hann fram ásamt hljómsveit á hátíðinni Aldrei fór ég suður. Við vekjum sérstaka athygli á að tónleikana ber upp á þriðjudagskvöld.


Efstu myndina tók Daníel Starrason, hinar eru úr smiðju Kristjáns Péturs. Takk.


Húsið verður opnað kl. 20.30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir