2. apr. 2012

SKROKKABANDIÐ OG MOGADON á skírdagskvöldi







Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl kl. 21.00 munu hljómsveitirnar Skrokkabandið og Mogadon halda tónleika í Populus tremula.

Hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að eiga báðar starfs­afmæli á árinu. Skrokkabandið er 25 ára en Mogadon 10 ára. Sveitirnar eiga það líka sameiginlegt að Haraldur Davíðsson syngur og spilar á gítar með báðum. Í Skrokkabandinu ásamt Kristjáni Pétri Sigurðssyni en í Mogadon ásamt Héðni Björnssyni og Pétri Daníel Péturssyni.

Tón­leik­arnir verða líflegir og fólk er hvatt til að mæta og ná sér í fjör fyrir föstudaginn langa.

Húsið verður opnað 20.30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir