27. ágú. 2012

JORIS RADEMAKER 1.-2. september

FRAMHALD
Joris Rademaker
Laugardaginn 1. september kl. 14.00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýninguna Framhald í Populus Tremula. Joris sýnir að þessu sinni ný kartöflumálverk. Titill sýningarinnar vísar í að þetta er sú síðasta af röð þriggja sýninga í sumar.

Sýningin er opin frá kl. 14-22 á laugardaginn 1. september og frá kl. 14-17 sunnudaginn 2. sept.
Aðeins þessi eina helgi.