27. ágú. 2012

JORIS RADEMAKER 1.-2. september

FRAMHALD
Joris Rademaker












Laugardaginn 1. september kl. 14.00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýninguna Framhald í Populus Tremula. Joris sýnir að þessu sinni ný kartöflumálverk. Titill sýningarinnar vísar í að þetta er sú síðasta af röð þriggja sýninga í sumar.

Sýningin er opin frá kl. 14-22 á laugardaginn 1. september og frá kl. 14-17 sunnudaginn 2. sept.
Aðeins þessi eina helgi.

7. ágú. 2012

ÆFINGAR OG SKREYTINGAR 11.-12. ágúst

ÆFINGAR OG SKREYTINGAR
Málverk og frönsk endurreisnartónlist

 Laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00 mun Ingiríður Sigurðardóttir opna málverkasýningu í Populus tremula. Einnig opið sunnudaginn 12. ágúst kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

 Laugardagskvöldið 11. ágúst kl. 21.00 munu svo Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, söngur og pikkolóselló, Mathurin Matharel, fiðlubassi og Brice Sally, semball, halda tónleika með franskri endurreisnartónlist.





 Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir

Fleiri myndir á Populus panodil hlekknum hérna efst til hægri, þökk sé Kristjáni Pétri.