16. apr. 2012

Guðrún Pálína opnar þann 21. apríl


MÓÐURÁST
myndlistarsýning
GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Laugardaginn 21. apríl kl. 14.00 mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opna myndlistar­sýn­ing­una Móðurást í Pop­ulus Tremula.

Titill sýniingarinnar er tvíþættur: Móðurástin (þörfin fyrir að vernda og næra afkvæmi sín þar til þau verða sjálfbjarga) og svo kynkvötin (að fjölga sér og við­halda kynstofninum).

Einnig opið sunnudaginn 22. apríl kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

2. apr. 2012

BIRGIR SIGURÐSSON sýnir um páskana







JÖRÐ ÁN HREYFINGAR
BIRGIR SIGURÐSSON
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna Jörð án hreyfingar í Pop­ulus Tremula.

Sýnir Birgir þar ljósinnsetningu þar sem unnið er með þá gömlu staðhæfingu að jörin sé flöt.

Opið út páskahelgina kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

SKROKKABANDIÐ OG MOGADON á skírdagskvöldi







Á skírdag, fimmtudaginn 5. apríl kl. 21.00 munu hljómsveitirnar Skrokkabandið og Mogadon halda tónleika í Populus tremula.

Hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að eiga báðar starfs­afmæli á árinu. Skrokkabandið er 25 ára en Mogadon 10 ára. Sveitirnar eiga það líka sameiginlegt að Haraldur Davíðsson syngur og spilar á gítar með báðum. Í Skrokkabandinu ásamt Kristjáni Pétri Sigurðssyni en í Mogadon ásamt Héðni Björnssyni og Pétri Daníel Péturssyni.

Tón­leik­arnir verða líflegir og fólk er hvatt til að mæta og ná sér í fjör fyrir föstudaginn langa.

Húsið verður opnað 20.30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir