MYNDLISTARSÝNING OG LJÓÐAKVÖLD 26. NÓV.
LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER
Sigrún Guðmundsdóttir opnar sýninguna ÓKYRRÐ kl. 14.00
Eyþór Árnason heldur LJÓÐAKVÖLD kl. 21.00
ÓKYRRÐ
Laugardaginn 26. nóvember kl. 14.00 opnar Sigrún Guðmundsdóttir sýninguna Ókyrrð í Populus tremula. Sigrún útskrifaðist úr myndlist frá Aki Enschede í Hollandi vorið 2008 og er búsett og starfar í Rotterdam. Hún dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins í nóvember og desember. Sýningin samanstendur af innsetningum þar sem innblástur er meðal annars sóttur í íslenska þjóðsögu þar sem kaldhæðnislegur söguheimurinn endurspeglar oft á tíðum raunveruleikann.
www.sigrungudmundsdottir.com
Einnig opið sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
LJÓÐAKVÖLD með Eyþóri Árnasyni
Laugardaginn 26. nóvember kl. 21.00 heldur ljóðskáldið Eyþór Árnason ljóðakvöld í Populus Tremula. Eyþór hefur vakið verðskuldaða athygli sem skáld síðan hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2009 fyrir bókina Hundgá úr annarri sveit. Nýverið kom út önnur bók Eyþórs, Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu.
Dagskráin er í samstarfi við bókaútgáfuna Uppheima.
Húsið opnað kl. 20.30 | Aðgangur ókeypis, malpokar leyfðir.
Myndirnar frá viðburðunum eru úr smiðju Kristjáns Péturs Sigurðssonar. Fleiri myndir á Populus panodil hlekknum hérna uppi til hægri á síðunni.