24. ágú. 2009

MIÐNÆTURTÓNLEIKAR Á AKUREYRARVÖKU











MIÐNÆTURTÓNLEIKAR Á AKUREYRARVÖKU

Undir lok Akureyrarvöku, eða á miðnætti 29. ágúst, opnar Populus Tremula upp á gátt með tónleikum.

Flutt verður tónlist af ýmsu tagi, frumsamin bæði og hermd, af hinum ágætu músíkmönnum sem standa að Populus.

Húsið verður opnað kl. 23:30 – Aðgangur ókeypis
Malpokar leyfðir

12. ágú. 2009

MAJ HASAGER | 22.-23. ágúst








MAJ HASAGER
myndlistarsýning
22.-23. ágúst 2009


Laugardaginn 22. ágúst kl. 14:00 opnar listakonan Maj Hasager sýninguna HABITATION // ANTICIPATION í Populus Tremula. Þar sýnir hún á tveimur skjáum ljósmyndir og texta frá Vesturbakkanum í Palestínu verkið To Whom it May Concern, nokkurs konar ferðadagbók um breytingar á svæðinu undir hernámi Ísraela. Hasager sýnir einnig 21 verk sem hún hefur unnið á pappír meðan á dvöl hennar á Akureyri stendur.

Maj Hasager er dönsk listakona sem dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í ágúst. Maj, sem er fædd 1977, hefur stundað list- og ljósmyndanám í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi og hlaut MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2008. Hún hefur haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim á undanförnum árum.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 23. ágúst kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.