23. des. 2009

ÁRAMÓTAUPPGJÖR 2009









ÁRAMÓTAUPPGJÖR 2009

TÓNLEIKAR

Miðvikudagskvöldið 30. desember 2009 kl. 22:00
verður haldið ÁRAMÓTAUPPGJÖR POPULUS TREMULA

Árið kvatt með fjölbreyttri dagskrá að hætti hússins

Tekið verður úr lás kl. 21:30 – Aðgangur ókeypis
Malpokar leyfðir

JAFNFRAMT ÓSKAR POPULUS TREMULA HEIMSBYGGÐINNI GLEÐILEGRA JÓLA!

14. des. 2009

JÓLABASAR BEATE OG HELGA





Jólabasar Beate og Helga í Populus tremula verður opinn frá laugardeginum 19. desember og fram á Þorláksmessu. Opið kl. 13:00–18:00 alla dagana.

Til sölu er margskonar heimgerður varn­ingur, kjólar og járnvara, sokkar og ljóð, sápa og geisladiskur, svo fátt eitt sé talið. Jólatrjáasala – enginn posi, bara peningar.

Laugardag og sunnudag munu George Hollanders, Þór Sigurðarson og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjun sjá um uppákomur um kl. 15:00.

Búast má við fleiri uppá­komum um svipað leyti dags fram á Þorláksmessu.

7. des. 2009

GUÐMUNDUR ÁRMANN | 12.12.






Á VEIÐISLÓÐ
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 12. desember kl. 14:00 opnar Guðmundur Ármann mynd­listarsýning­una Á VEIÐISLÓÐ í Populus tremula. Þar sýnir Guðmundur vatnslitamynd­ir málaðar á veiðislóð, fígúratífar myndir af vötnum, ám og fjalla­sýn. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. des. kl. 14:00-17:00.

JÓLABASAR BEATE OG HELGA er opinn um helgina kl. 13:00-18:00. Jólatrjáarsala þeirra hefst 12. desember – enginn posi, bara peningar.