23. des. 2009
14. des. 2009
JÓLABASAR BEATE OG HELGA




Jólabasar Beate og Helga í Populus tremula verður opinn frá laugardeginum 19. desember og fram á Þorláksmessu. Opið kl. 13:00–18:00 alla dagana.
Til sölu er margskonar heimgerður varningur, kjólar og járnvara, sokkar og ljóð, sápa og geisladiskur, svo fátt eitt sé talið. Jólatrjáasala – enginn posi, bara peningar.
Laugardag og sunnudag munu George Hollanders, Þór Sigurðarson og félagar úr Kvæðamannafélaginu Gefjun sjá um uppákomur um kl. 15:00.
Búast má við fleiri uppákomum um svipað leyti dags fram á Þorláksmessu.
7. des. 2009
GUÐMUNDUR ÁRMANN | 12.12.





Á VEIÐISLÓÐ
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
MYNDLISTARSÝNING
Laugardaginn 12. desember kl. 14:00 opnar Guðmundur Ármann myndlistarsýninguna Á VEIÐISLÓÐ í Populus tremula. Þar sýnir Guðmundur vatnslitamyndir málaðar á veiðislóð, fígúratífar myndir af vötnum, ám og fjallasýn. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. des. kl. 14:00-17:00.
JÓLABASAR BEATE OG HELGA er opinn um helgina kl. 13:00-18:00. Jólatrjáarsala þeirra hefst 12. desember – enginn posi, bara peningar.