





MAJ HASAGER
myndlistarsýning
22.-23. ágúst 2009
Laugardaginn 22. ágúst kl. 14:00 opnar listakonan Maj Hasager sýninguna HABITATION // ANTICIPATION í Populus Tremula. Þar sýnir hún á tveimur skjáum ljósmyndir og texta frá Vesturbakkanum í Palestínu verkið To Whom it May Concern, nokkurs konar ferðadagbók um breytingar á svæðinu undir hernámi Ísraela. Hasager sýnir einnig 21 verk sem hún hefur unnið á pappír meðan á dvöl hennar á Akureyri stendur.
Maj Hasager er dönsk listakona sem dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í ágúst. Maj, sem er fædd 1977, hefur stundað list- og ljósmyndanám í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi og hlaut MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2008. Hún hefur haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim á undanförnum árum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 23. ágúst kl. 14:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.