25. maí 2009

TVENNIR TÓNLEIKAR 30. OG 31. MAÍ









THE DEATHMETAL SUPERSQUAD, TIM HOLEHOUSE, BUXNASKJÓNAR, VÖLVA
Laugardagskvöldið 30. maí kl. 21:00 verða haldnir tónleikar í Populus tremula.

The DeathMetal SuperSquad (rólegt pönk með angurværu ívafi, frá Reykjavík)
Tim Holehouse (breskur tónlistarmaður; allt frá þjóðlagatónlist til tilraunakenndrar noise-tónlistar), Buxnaskjónar (akureyskt pönkband) og Völva (nýstofnuð hljómsveit frá Akureyri – spilar svokallaðan doom-metal).

Húsið verður opnað kl. 20:30 | AÐGANGUR ÓKEYPIS | Malpokar leyfðir








RAYKJAVÍK! OG SUDDEN WEATHER CHANGE
Sunnudagskvöldið 31. maí kl. 21:00 verða haldnir tónleikar í Populus Tremula í samstarfi við KIMI records. Fram koma hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change. Bolir og plötur til sölu, hækkað í 11 og allir í fíling á AIM Festival!

Húsið verður opnað kl. 20:30 | AÐGANGUR ÓKEYPIS | Malpokar leyfðir

MYNDIR AF ÞESSUM VIÐBURÐUM EINS OG FLESTUM ÖÐRUM TÓK KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON.
MUN FLEIRI MYNDIR ERU Á POPULUS PANODIL SÍÐUNNI, SEM KEMUR UPP MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á PANODIL-TENGILINN HÉRNA EFST TIL HÆGRI Á SÍÐUNNI. ÞAR ER EINNIG FJÖLDI MYNDA AF ÖÐRUM VIÐBURÐUM SÍÐUSTU MÁNAÐA.

18. maí 2009

ÁSTA BÁRA PÉTURSDÓTTIR | 23.-24. maí






ÁSTA BÁRA PÉTURSDÓTTIR
málverkasýning

Laugardaginn 23. maí kl. 14:00 verður opnuð málverkasýning Ástu Báru Pétursdóttur í Populus Tremula.

Ásta Bára er nýútskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri.
Verkin á sýningunni eru ný olíumálverk, öll unnin á þessu ári.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 24. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

11. maí 2009

Í RÉTTRI HÆÐ - SAMSÝNING | 16. maí















Í RÉTTRI HÆÐ - SAMSÝNING

Laugardaginn 16. maí kl. 14:00 verður opnuð samsýningin Í RÉTTRI HÆÐ í Populus Tremula.

Þar sýna verk sín listamennirnir Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristán Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hengd upp í réttri hæð. Sýningarstjóri er Gunnar Kr.

Við þetta tækifæri er einnig endurútgefin ljóðabók Jóns Laxdal, sem Populus tremula gaf út 2007 og verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Bókin, sem var fyrsta útgáfuverkefni Pt, verður til sölu á staðnum, eins og aðrar bækur útgáfunnar, sem nú fylla tvo tugi.

Uppákomur verða á opnun.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

---

Við opnun sýningarinnar voru framin ýmis skemmtiatriði, ljóðalestur, hljóðfærasláttur og söngur. M.a. komu allir sýnendur á svið og fluttu Goðmund á Glæsivöllum eftir Grím Thomsen.

Í sýningarskrá var prentaður eftirfarandi texti til að útskýra titil og tilgang sýningarinnar:

Mannhæð er ágæt mælieining þótt nokkuð sé hún ómarkviss þegar kemur að nákvæmum hæðarmælingum. Eigi að síður gengur titill sýningarinnar út frá þessum ævaforna mælikvarða.
Augnhæð er svo annar og náskyldur mælikvarði sem oft ber á góma þegar myndir eru hengdar á veggi.
Yfirbragð þessarar sýningar markast af því að listaverkin eru fest upp í réttri hæð, eins og titillinn ber með sér.

Meðal þess sem sýnendur eiga sameiginlegt er að njóta þeirrar gæfu að tilheyra hinum stóra vinahópi Sigurðar Heiðars Jónssonar – það er límið sem heldur sýningunni saman.
Allir sem til þekkja, og þeir eru margir, vita að Sigurður er stórmenni – þótt aldrei hafi hann verið hár í loftinu eða hreykt sér. Og nú þegar lífið hefur af óbilgirni sinni kippt undan honum fótunum og bundið við stól, fer ekki hjá því að augnhæðin hafi lækkað nokkuð. Því viljum við félagar sem hér hengjum upp sýningu sýna honum og öðrum gestum verk okkar í réttri hæð til að njóta. Réttri hæð fyrir þá sem ekki ná staðlaðari mannhæð, hvort sem örlögin hafa slegið þá niður eða lífið sé svo ungt að máli sé enn ekki náð.
Því stærð manneskjunnar ræðst ekki af hæð.

4. maí 2009

KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí









KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí

Laugardaginn 9. maí kl. 14:00 mun Kjartan Sigrtyggsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.

Að þessu sinni sýnir Kjartan teikningar – ýmist tölvugerðar, hefðbundnar eða teiknicollage. Kjartan útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi

SKEMMTIKVÖLD MEÐ ÁSPRENTI STÍL










Laugardagskvöldið 2. maí hélt Populus tremula lokað skemmtikvöld fyrir starfsfólk Ásprents Stíls.

Með þessu vildu félagsmenn í Populus þakka Ásprenti Stíl með sínum hætti fyrir ómetanlegan stuðning fyrirtækisins við starfsemi Populus tremula frá upphaf, haustið 2004.

Stuðningur Ásprents Stíls hefur skipt sköpum fyrir sarfið í Populus og kynningu á henni og verður ekki nógsamlega þakkað fyrir þann hlýja hug sem að baki liggur.

Á skemmtikvöldinu komu allir félagsmenn fram og fluttu fjölbreytta tónlist, ýmist einir eða í ýmsum útfærslum af hljómsveit hússins.

Mætng var afbragðsgóð og gerður góður rómur að dagskránni.

Svo skemmtilega vildi til að sjálfur Papa Populus (SHJ) átti afmæli þennan dag og afhentu populingar honum gjöf af því tilefni.
Myndirnar tóku Kristján Pétur og Ingi Þór Tryggvason.

TAKK FYRIR OKKUR!