BEATE- OG HELGABÚÐ | DESEMBER
BEATE- OG HELGABÚÐ
Beate Stormo og Helgi Þórsson
JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER
Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember. Þar verða þau með allan sinn varning til sölu – allt meira og minna heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur, málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.
Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23. des. kl. 13:00-18:00.
Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.
Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).
Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir aðstæðum.