30. nóv. 2008

BEATE- OG HELGABÚÐ | DESEMBER





BEATE- OG HELGABÚÐ
Beate Stormo og Helgi Þórsson
JÓLABÚÐ UM HELGAR Í DESEMBER

Beate og Helgi verða niðursetningar mánaðarins í Populus tremula í desember. Þar verða þau með allan sinn varning til sölu – allt meira og minna heimagert. Kjólar, slár, bækur, sokkar, plötur, hálsfestar, giðlur, trommur, málverk og eldsmíðað járn svo dæmi séu tekin.

Opið verður um helgarnar 6. og 7. des. og 13. og 14. des. og svo 20.-23. des. kl. 13:00-18:00.

Frá 13. desember verða Kristnesk jólatré og greinar til sölu.
Af öryggisástæðum taka þau þau Helgi og Beate engin kort (nema jólakort).

Beate og Helgi munu deila Populus tremula með öðrum listamönnum eftir aðstæðum.

24. nóv. 2008

TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA | 29. NÓV.






TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA
Myndlistarsýning og bókarútgáfa
KRISTJÁN PÉTUR SIGURÐSSON

Laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00 mun Kristján Pétur Sigurðsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Sýningin ber yfirskriftina TÓNFRÆÐI FYRIR ALKOMNA og samanstendur af tré- og dúkþrykkjum þar sem leikið er á, við og með nokkur tákn klassískrar tónfræði.

Sama dag gefur Populus Tremula út bók Kristjáns Péturs TÓNFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR, LENGRA KOMNA OG ALKOMNA.

Við opnun mun Haraldur Davíðsson flytja nokkur tóndæmi.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 30. nóvember frá 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

17. nóv. 2008

Tinna Ingvarsdóttir | 22. nóv.






Tinna Ingvarsdóttir
MYNDLISTARSÝNING
22.-23. nóvember

Laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00 opnar Tinna Ingvarsdóttir sýningu á málverkum í Populus tremula. Verkin fjalla um meðvitundina og meðvitundarleysið.

Einnig opið sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.